Styttan af Sr. Friðrik í Vatnaskógi

Árlegt aðventukvöld Friðrikskapellu verður haldið miðvikudaginn 11. desember og hefst klukkan 20:00.

Þrír kórar, sem allir eiga upphaf sitt í að rekja til starfs sr. Friðriks Friðrikssonar, munu syngja, en það eru Karlakór KFUM, Valskórinn og Karlakórinn Fóstbræður.

Hugvekju flytur sr. Bernharður Guðmundsson.

Allir hjartanlega velkomnir

 

Það er stjórn Friðrikskapellu sem stendur fyrir aðventukvöldinu, en hana skipa fulltrúar þeirra félagasamtaka sem eiga og reka Friðrikskapellu, þ.e. KFUM og KFUK, Valur, Karlakórinn Fóstbræður og Skátasamband Reykjavíkur.