jolasamveraSíðastliðinn föstudag var leiðtogum í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK boðið í jólasamveru í Reykjavík og á Akureyri.  Sú hefð hefur skapast að bjóða til kvöldverðar og áttum við saman notalega stund og borðuðum góðan mat.  Það er dýrmætt að geta átt slíkar stundir með sjálfboðaliðunum.  Þessi samvera er iðulega haldin í þeirri viku sem fundum í deildum æskulýðsstarfs KFUM og KFUK á haustönn lýkur.  Æskulýðsstarfið hefst svo aftur af fullum krafti með spennandi dagskrá fyrir bæði yngri deildir (YD) og unglingadeildir (UD) um miðjan janúar.

Starfsfólk og stjórn KFUM og KFUK þakkar öllum sjálfboðaliðum og þátttakendum æskulýðsstarfsins í haust kærlega fyrir frábæran tíma og óskar ykkur gleðilegra jóla.