Aðventufundur

Aðventufundur aðaldeilda KFUM og KFUK verður haldinn þriðjudaginn 3.desember kl.20:00.

Dagskrá kvölsins er ekki að verri endanum því söngkonan
Regína Ósk Óskarsdóttir mun koma og syngja fyrir okkur
nokkur jóla/aðventulög.

Dregið verður úr glæsilegu happadrætti.
Jólasaga sögð.
Sr.Sigurður Pálsson, fyrrverandi formaður KFUM, verður
ræðumaður kvöldsins.
Síðan verður boðið upp á girnilegar kaffiveitingar.

Tilvalið að eiga góða kvöldstund saman, njóta aðventunnar
og á sama tíma styrkja starf félagsins.

Hægt verður að kaupa miða við innganginn og er
aðgangseyrir kr. 1.200.

Allir hjartanlega velkomnir og hvattir til að taka með sér gesti.