Það verður sannkölluð aðventustemning hjá KFUM og KFUK sunnudaginn 1.desember, fyrsta sunnudag í aðventu.
Í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 kl. 20 söfnumst við saman við krossinn í tilhlökkun og þakklæti fyrir aðventuna – tíma eftirvæntingar. Lesin verður jólasaga og sungnir jólasöngvar undir stjórn Gleðisveitarinnar.
Á sama degi en á öðrum tíma, kl. 17, verður Aðventusamvera fjölskyldunnar í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri. Börn úr æskulýðsstarfinu taka þátt. Kaffi og piparkökur að samveru lokinni.
Allir eru hjartanlega velkomnir.