Laugardaginn 30. nóvember verður hin víðfrægi Basar KFUK haldin í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28.
Basarinn er frá kl. 14-17 og um að gera að mæta snemma því vörurnar eiga það til að seljast fljótt.
Á Basarnum má finna frábærar jólagjafir! Til sölu verður fallegt og vandað handverk ásamt ljúffengum jólakökum og tertum. Ekki amalegt að þurfa ekki að baka svona í byrjun desember.
Á staðnum verður auðvitað jólastemning og gegn vægu verði verður hægt að fá sér nýbakaðar vöfflur, kaffi og kakó!
Við viljum hvetja karla jafnt sem konur að taka þátt og leggja fram gjafir á basarinn, til að mynda væru útskornir munir velþegnir. Tekið er við gjöfum á basarinn í húsi KFUM og KFUK í vikunni á undan (25.-29.nóv. kl. 9-17) og á föstudeginum 29.nóv. til kl. 21.
Allur ágóði af basarnum rennur til starfs KFUM og KFUK.
Allir hjartanlega velkomnir!