Daginn í dag 3 DVD-diskurinn sem kom út nú í vikunni er til sölu í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK og rennur allur söluhagnaður af diskum keyptum á Holtavegi 28, til sumarbúðastarfs KFUM og KFUK.

Daginn í dag 3

Diskurinn kostar 2.590 kr. og er sjálfstætt framhald samnefndra diska sem notið hafa mikilla vinsælda. Diskur 1 og 2 kostar hver um sig 1.990 kr. Ef allir þrír diskarnir eru keyptir saman þá er verðið 5.490 kr.

Höfundar Daginn í dag eru félagsmönnum af góðu kunnir enda hafa þeir Þorleifur Einarsson leikstjóri, og Lindakirkjuprestarnir Guðni Már og Guðmundur Karl allir verið virkir í starfi KFUM og KFUK, ásamt fjölmörgum öðrum sem komu að útgáfu disksins.

Uppbyggileg og skemmtileg jólagjöf.