Mannréttindaráð KFUM og KFUK mun standa fyrir kvikmyndasýningum og umræðu í Bíó Paradís í samstarfi við UN women.
Það verða tvær sýningar núna fyrir jólin, miðvikudaginn 27. nóv kl. 20 og þriðjudaginn 10. des kl. 20 í Bíó Paradís, Hverfisgötu. Miðaverð er 500 kr. Verkefnið er styrkt af Æskulýðssjóði.
Myndirnar eru tvær, fyrri myndin sem sýnd verður 27. nóv heitir I came to Testify og fjallar um Bosníustríðið, hvernig það kom við konur og hvernig þær unnu úr því. Tugum þúsunda kvenna var skipulega nauðgað í Bosníustríðinu á 10.áratug síðustu aldar. Eftir margra ára þögn þeirra og þöggun alþjóðasamfélagsins komu 16 konur fram og báru vitni í Alþjóða stríðsglæpadómstólnum í Haag.
Seinni myndin verður sýnd 10. des og heitir Pray the Devil Back to Hell og fjallar um þátttöku kvenna í borgarastyrjöld í Líberíu. Í lok blóðugrar annarrar borgarastyrjaldar Líberíu árið 2003 létu konur til sín taka og unnu ótrúlegan sigur í friðarbaráttu. Forsprakki kvennanna, Leymah Gbowee, hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2011.
Vonandi sjá sem flestir sér fært á að sjá þessar mögnuðu myndir og taka þátt í umræðum um þær.