Jólakort KFUM og KFUK á Íslandi eru nú, eins og árin áður, til sölu í Þjónustumiðstöð á Holtavegi 28.
Kortin eru fallega myndskreytt og hönnuð af Rúnu Gísladóttur myndlistarkonu. Nokkrar gerðir eru til af kortunum, sum eru með ritningarversi (jólaguðspjallinu úr 2.kafla Lúkasarguðspjalls) en öll eru þau með fallega jólakveðju. Jólakortin eru án ártals svo þau nýtast ár eftir ár.
Hvert jólakort kostar aðeins 100 kr. en svo erum við með tilbúna pakka af 10 mismunandi kortum kosta þá 1.000 kr.
Tilvalið að festa kaup á jólakortunum hjá okkur til að senda á ástvini þessi jólin og styðja um leið við mikilvægt starf KFUM og KFUK í þágu barna og ungmenna á Íslandi.
Verið hjartanlega velkomin á Holtaveginn þar sem þið getið skoðað jólakortin.
Með aðventukveðju,
Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK