Í síðustu viku var haldin hæfileikasýning yngri deilda.  Sýningin var stórglæsileg í alla staði.  Fjölmargir þátttakendur léku á alls oddi með söng, dansi, töfrabrögðum, leikriti og fleiru.  Það sem gerði sýninguna svo skemmtilega var hversu margir gestir komu að horfa á.  Einar einstaki sýndi okkur svo töfrabrögð og talaði um það hve mikilvægt er að rækta hæfileika sína og nota þá rétt.

Sleep over unglingadeilda var svo haldið í Reykjanesbæ og á Akureyri síðastliðinn föstudag og voru þátttakendur um 100 ásamt fjölda leiðtoga.  Farið var í amazing race leik, minute to win it þrautir, samverustundir, spil og margt fleira brallað langt fram eftir nóttu.  Leiðtogar stóðu sig frábærlega í skipulagningu og skemmtilegheitum.

Það er gaman að fá að fylgjast með börnum og unglingum úr starfinu á öðrum vettvangi en vikulegum samverum og vonum við að þetta efli starfið enn meira.