Í kvöld, þriðjudagskvöldið 19.nóvember, er AD KFUK með fund í húsi KFUM og KFUK kl. 20 á Holtavegi 28. Yfirskrift fundarins er prjónakaffi.

Konur reyndar sem óvanar, eru hvattar til að taka með sér handavinnu, handavinnubækur eða blöð. Notum tímann til að miðla hugmyndum og reynslu og njóta notalegrar samveru við undirleik tifandi prjóna.

Þórunn Arnardóttir verður með hugvekju. Eftir fundinn er boðið upp á kaffi og kaffiveitingar á vægu verði.

Allar konur hjartanlega velkomnar.