Leikskóli KFUM og KFUK Vinagarður gerði kassa og kom í heimsókn með þá

Hérna má sjá krakkana á Vinagarði flykkjast að skælbrosandi með kassa undir hendi

Vinagarður er kristilegur leikskóli sem rekinn er af KFUM og KFUK á Íslandi. Við vorum svo heppin hérna á skrifstofunni að fá þessa kærleiksmola í heimsókn í seinustu viku þegar þau skiluðu inn skókössum fyrir verkefnið Jól í skókassa.

Í Vinagarði er lögð áhersla á að ala upp sjálfstæða, ábyrga einstaklinga sem elska og virða hvern annan og elska náungann eins og sjálfan sig. Vinátta er eitt af sérkennum leikskólans og má sjá eins og rauðan þráð í starfi leikskólans þar sem vináttan tengist ávallt þemanu á einhvern hátt.  Það var því auðvitað tilvalið að sýna vináttuna í verki og gera skókassa fyrir börn í Úkraínu.

Ungagarður var með kósýstemningu og dunduðu við að setja saman í kassa

Yngsti hópurinn á Lambagarði lét ekki sitt eftir liggja í kassagerðinni

Skemmtilegt að segja frá því að í dag 17.nóvember 2013 þá á Vinagarður 38 ára starfsafmæli. Við viljum óska starfsmönnum, foreldrum og börnum til hamingju með daginn og megi Guð gefa að starfsárin verða enn fleiri hjá þessum frábæra leikskóla.

Hérna eru allar deildirnar samankomnar á kynningu: Uglugarður, Kópagarður, Grísagarður, Ungagarður og Lambagarður