Pakkarnir streyma í hús hvaðanæva af landinu. Eldsnemma í morgunn var fulltrúi foreldrafélags Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri að koma með 47 pakka frá þeim sem var æðislegt að fá að taka við. Rétt fyrir hádegi kom síðan hópur frá Smáraskóla sem hlustaði af athygli á kynningu um verkefnið sem Hjördís Rós æskulýðsfulltrúi var með fyrir þau. Um hádegisbilið kom fjölskylda með pakka og þau höfðu einungis heyrt um verkefnið í fyrra dag en hlupu til og gerðu saman kassa. Það er svo sannarlega ekki of seint að taka þátt!

Jól í skókassa 5