Herrakvöld KFUM verður fimmtudaginn 31. október og hefst dagskrá kl. 19:00.
Staðsetning:Í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28,
Dagskráin:
Tónlistaatriði: Ásgeir Páll Ágústsson óperusöngvari og útvarpsmaður á Bylgjunni og fyrrverandi foringi í Vatnskógi. Undirleikari: Þóra Fríða Sæmundsdóttir
Upplestur: Björgvin Guðmundsson KFUM drengur og fyrrverandi borgarfulltrúi les kafla úr bók sinni „Efst á baugi“ ,æviminningar“ “ sem nýlega kom út.
Eftirherma: Sr. Magnús Magnússon sóknarprestur á Hvammstanga, tekur kollega sína fyrir.
Uppboð á munum sem tengjast Vatnaskógi með ýmsum hætti umsjón: Sigurður Pétursson.
Hugvekja: Sr. Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju
Veislustjórar: Bræðurnir Gunnar Sigurðsson og Sigurður Grétar Sigurðsson.
Matseðill:
Forréttur:
Tartare de saumon au gingembre
Vestfirskur laxatartar í engifermarkineringu
Aðalréttur:
Agneau grillé avec des pommes de terre épicées Albert instantanées Glóðasteikt lambalæri með snöggkrydduðum albertskartöflum
Eftirréttur:
Gâteau au chocolat –
Frönsk súkkulaðikaka
Skráning:
– Hægt að skrá sig HÉRNA.
– Einnig í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK Holtavegi 28 í síma 588-8899
– Á netfangið skrifstofa@kfum.is
Verð er kr. 4.900.- allur ágóði rennur til stuðnings nýjum svefns- og þjónustuskála í Vatnaskógi.