Jól í skókassa

Tekið er á móti skókössum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 alla virka daga milli kl. 9-17. Síðasti skiladagur þetta árið verður laugardaginn 9.nóvember á milli kl. 11-16. Þar sem að ýmsar búðir eru komnar með gott úrval af jóladóti og það styttist óðum í lokadaginn þá er ekki seinna vænna að setja saman einn eða fleiri skókassa og koma með til okkar.

Við viljum minna á að enn er hægt að ná í bæklinga til útdreifingar hér í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK. Það er ekki of seint að breiða út skilaboðin um þetta frábæra verkefni.