Æskulýðsvettvangurinn (ÆV),  samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, stendur fyrir  fræðsluerindum um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála.

Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur bókarinnar EKKI MEIR sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

Tilgangur og markmið með fræðsluerindinu er að vekja fólk til enn frekari vitundar um mál af þessu tagi og mikilvægi þess að vera vakandi fyrir einelti og annarri óæskilegri hegðun. Fólk sem starfar með börnum og ungmennum dagsdaglega er sérstaklega hvatt til þess að mæta.einelti_small

Við bendum áhugasömum á að sækja námskeið sem verða 29. október 19:30-21:00 í Stjörnuheimilinu við Ásgarð í Garðabæ eða 6. nóvember 19:30-21:00 í Smáranum íþróttahúsi Breiðabliks.

Námskeiðið sem átti að vera næstkomandi miðvikudag, þann 22. október í húsi KFUM og KFUK,  hefur verið fært.