Næsta sunnudagskvöld, 6. október kl.20, verður önnur Sunnudagssamverustund haustsins í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík.

Á samverunni verður kröftug lofgjörðarstund, sem hljómsveitin frábæra Tilviljun? stýrir. Gestum er boðið að vera með vitnisburði. Ræðumaður kvöldsins verður sr. Ólafur Jóhannsson.

Vinsamlega athugið að samverustundin er kl. 20.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

K - 1