PictureÆskulýðsvettvangurinn (ÆV), samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, stendur fyrir fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála.

Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur bókarinnar EKKI MEIR. EKKI MEIR er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

 

 

Það sem Kolbrún mun fjalla um:

  • Staðarmenning og starfsfólkið
  • Forvarnir gegn einelti á vinnustöðum, skólum og í félögum
  • Birtingamyndir eineltis
  • Þolandinn/gerandinn, aðstæður og persónueinkenni
  • Afleiðingar eineltis á sjálfsmyndina
  • Viðbrögð við kvörtun um einelti, vinnsla málsins frá tilkynningu til málaloka
  • Helstu mistök í eineltismálum

Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu og fer skráning fram á netfanginu ragnheidur@aeskulydsvettvangurinn.is (koma fram nafn, netfang og hvaða erindi viðkomandi ætlar að mæta á).
Léttar kaffiveitingar í boði.

Næstu erindi verða haldin:
10.okt kl. 19:30-21:00 í Skátamiðstöðinni (Hraunbær 123, 110 Árbær).
16.okt kl. 19:30-21:00 í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK (Holtavegi 28, 104 Rvk)
22.okt kl. 19:30-21:00 hjá Björgunarsveitinni Ársæli (Grandagarði 1, 101 Rvk)
29.okt kl. 19:30-21:00 í Stjörnuheimilinu (við Ásgarð, 210 Garðabær)
6.nóv kl. 19:30-21:00 í Smáranum íþróttahús Breiðabliks (Dalsmára 5, 201 Kópavogi)

Allir velkomnir!