Fimmtudagskvöldið 3.okt heldur Aðaldeild (AD) KFUM fund í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 kl. 20. Yfirskrift kvöldsins er: Starfið í Vatnaskógi. Staðan tekin eftir sumarið – horft til framtíðar. Ólafur Sverrisson og Páll Skaftason sjá um efni kvöldsins.
Páll Hreinsson fer með stjórn á meðan Sigurður Grétar Sigurðsson sér um undirspil. Salvar Geir Guðgeirsson er með upphafsorð en Davíð Örn Sveinbjörnsson með hugvekju.