frett_namskeidSíðastliðinn miðvikudag var námskeið haldið fyrir leiðtoga og aðstoðarleiðtoga í æskulýðsstarfi kirkjunnar og KFUM og KFUK hér í þjónustumiðstöðinni.

Námskeiðið var samstarfsverkefni KFUM og KFUK, ÆNK, ÆSKR, ÆSKÞ og Biskupsstofu. Námskeiðið var vel sótt af okkar leiðtogum og það var frábært að sjá hversu jákvæðir og flottir leiðtogarnir eru.

Á námskeiðinu tala séra Gunnar Jóhannesson um mikilvægi og gildi trúvarnar, þessi kennsla hans mun nýtast vel í starfinu okkar þar sem við boðum trúna og gerir okkur reiðubúnari að svara spurningum barnanna. Einnig var farið í leikjafræði þar sem fjallað var um gildi leiks í starfinu okkar. Farið var í mismundandi markmið leikja, nýjar útfærslur á gömlum leikjum kenndar sem og nýir leikir kynntir til sögunnar. Markmiðið var að kenna leiki sem hægt er að fara í hvar sem er og hvenær sem er án nokkurra leikmuna. Mikil gleði ríkti í hópnum og voru þátttakendur viljugir að deila reynslu sinni og hugmyndum. Kvöldinu lauk með yndislegri helgistund.