553604_10151861239734349_967963821_nMiðvikudaginn 25.september verður námskeið haldið fyrir leiðtoga og aðstoðarleiðtoga í æskulýðsstarfi kirkjunnar og KFUM og KFUK hér í þjónustumiðstöðinni. Námskeiðið er samstarfsverkefni KFUM og KFUK, ÆNK, ÆSKR, ÆSKÞ og Biskupsstofu.

Á námskeiðinu mun Séra Gunnar Jóhannesson ræða um mikilvægi og gildi trúvarnar í æskulýðsstarfi: „Hvernig veit ég að Guð er til?“ Hvernig svörum við áleitnum spurningum frá börnum og unglingum. Petra Eiríksdóttir og Hjördís Rós Jónsdóttir æskulýðsfulltrúar okkar munu annast fræðslu um leikjafræði og leikjafjör. Í lok námskeiðsins verður helgistund með áherslu á samfélag og upplifun. Boðið verður upp á létta hressingu í upphafi samverunnar og kvöldmat.

Við viljum hvetja alla leiðtoga og aðstoðarleiðtoga að skrá sig hjá Magneu Sverrisdóttur, djákna á æskulýðssviði, fyrir 23.september með því að senda póst á magnea@kfum.is.