Fyrsta Sunnudagssamverustund vetrarins verður haldin í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 næsta sunnudag, þann 22. september, kl.17

Stundin ber heitið „Endurfundir frá Sæludögum“ og verður boðið upp á kvöldvökustemmningu að hætti Skógarmanna, þar sem m.a. verða sungnir þekktir Vatnaskógarsöngvar .
Tónlistin verður í umsjá hæfileikafólksins í Tilviljun?. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson mun flytja hugvekju.

Allir á öllum aldri eru velkomnir!
Sjáumst í gleði og fjöri á sunnudaginn á Holtavegi.

Gamli skáli í Vatnaskógi á Sæludögum 2013. Ljósmyndari: Lára Halla Sigurðardóttir