Verndum þau forsíðaKFUM og KFUK á Íslandi hefur undanfarin misseri staðið fyrir Verndum þau – námskeiðum í samstarfi við UMFÍ og Bandalag íslenskra skáta undir merkjum Æskulýðsvettvangsins. Verndum þau – námskeiðin fjalla um hvernig bregðast skuli við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum.

Kennarar námskeiðanna eru þær Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir, sem báðar hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum.

Næsta námskeið verður haldið 19. september kl. 18.00-21.00 í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123, 110 Reykjavík. Námskeiðið er skyldunámskeið fyrir alla leiðtoga æskulýðsstarfs KFUM og KFUK og eru allir þeir sem ekki hafa þegar farið hvattir til að nýta sér námskeiðið núna í vikunni.

Upplýsingar og skráning hjá Petru æskulýðsfulltrúa í síma 5888899 eða á netfangið petra (hjá) kfum.is