mynd_frett

 

Vikuna 16. – 20. september mun vetrarstarf  KFUM og KFUK hefjast. Við erum spennt að hefja deildarstarfið þennan veturinn og erum þakklát fyrir alla þá leiðtoga sem hafa tekið að sér að stýra því í vetur.

Í síðustu viku var ,,KICK OFF“ eða upphafsfundur fyrir leiðtoga haldinn á Holtavegi. Fundinn sóttu okkar frábæru leiðtogar sem komu til að kynna sér fræðsluefni vetrarins, fá gagnlegar upplýsingar, skoða þau tilboð sem deildunum bjóðast, læra nýja leiki og svo miklu miklu meira. Áhugavert var að fylgjast með leiðtogunum útbúa dagskrár og prófa nýjar hugmyndir.
Hlökkum til vetrarins með allt þetta góða fólk innanborðs.