ymca-europe-supervision_2013
KFUM og KFUK hélt 5 daga alþjóðlegt námskeið í Ölveri í síðustu viku. Heiti námskeiðsins var ,,Supervision in Youth Work” og snerist um hvernig unnt sé að halda utan um sjálfboðaliða í æskulýðsstarfi með þeim hætti að þeir séu ánægðir, fái hvatningu, fái að njóta sín og á sama tíma að kraftar þeirra séu nýttir.
Á námskeiðinu voru 22 þátttakendur frá KFUM og KFUK í 11 löndum innan Evrópu: Bretlandi, Hollandi, Hvíta-Rússlandi, Írlandi, Íslandi, Makedóníu, Póllandi, Rússlandi, Svartfjallalandi, Sviss og Tékklandi.
Íslensku þátttakendurnir voru Björk Guðnadóttir sem situr í stjórn félagsins í Reykjanesbæ og Daníel Bergmann, leiðtogi frá Reykjavík.
Dr. Brian Belton, kennari við YMCA George Williams College í London leiddi námskeiðið. Í lok vikunnar voru þátttakendur sammála um að vel hefði til tekist. Annars vegar hafi efnið verið áhugavert og nytsamlegt og hins vegar hefði verið lærdómsríkt að kynnast fólki sem starfar innan KFUM og KFUK í öðrum löndum og heyra um þeirra störf. Þeir sem vilja kynna sér efni námskeiðsins nánar geta gert það með því að smella hér. Námskeiðið var styrkt af Evrópu Unga Fólksins.

eu_flag_yia_is-01_(2)