Miðvikudaginn 4. september næstkomandi verður hátíðarsamkoma kl. 20:00 í sal Kristniboðssambandsins, í tilefni þess að þann dag hefði Gunnar Sigurjónsson orðið 100 ára og Bjarni Eyjólfsson hefði orðið 100 ára þann 14. ágúst sl.
Bæði Gunnar og Bjarni tóku virkan þátt í starfi KFUM og KFUK um langt árabil og settu mark sitt á félagið.
Á samkomunni mun Gunnar Jóhannes Gunnarsson minnast þeirra Bjarna og Gunnars og starfa þeirra.
Yfirskrift hátíðarsamkomunnar er ”Minnumst leiðtoga okkar”. Vilborg Jóhannesdóttir verður með upphafsorð, Ragnar Gunnarsson mun hafa hugleiðingu og Sálmavinafélagið sér um tónlist.
Salur Kristniboðssambandsins er að Háaleitisbraut 58-60. Þangað eru allir hjartanlega velkomnir.