IMG_8330

Í byrjun ágúst fóru rúmlega hundrað ungmenni frá Íslandi á Evrópuhátíð KFUM í Prag. Það er óhætt að segja að upplifun eins og þessi sé alveg einstök og fjölbreytnin í fyrirrúmi. Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni var Love2Live og er óhætt að segja að boðskapurinn um að elska lífið hafi komist til skila enda vart annað hægt þegar um fimm þúsund ungmenni koma saman til að skemmta sér og læra eitthvað nýtt undir merki KFUM og KFUK. Skoða má nokkrar myndir frá hátíðinni hér á myndasíðu KFUM og KFUK.