Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga og aðra áhugasama innan félagsins að sækja um þátttöku á málþingi í Hong Kong.

Nafn viðburðar: YMCA International Youth Symposium 2013/2014
Skipuleggjandi: KFUM í Hong Kong
Dagsetning: 28. desember 2013 – 2. janúar 2014
Staðsetning: Y-Square, Chai Wan, Hong Kong, Kína.
Fjöldi fulltrúa frá KFUM og KFUK á Íslandi: 1 – 2
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: 200 $ þátttökugjald og allur ferðakostnaður til Hong Kong (u.þ.b. 200 þús. kr.)
Aldurstakmörk: 18 – 25 ára
Nánari upplýsingar:
YMCA í Hong Kong heldur málþing fyrir fólk á aldrinum 18 – 25 ára. Málþingið fjallar um hraða þróun í heiminum og hvernig þróunin hefur aukið bilið milli ríkra og fátækra og aukið mismunun og valdabaráttu í heiminum svo lengi mætti áfram telja. Markmið málþingsins er að móta nýjar hugmyndir hvernig hægt er að söðva spillingu í heiminum, auka vitund annarra ungmenna, virkja ungmenni til félagslegrar þáttöku og hefja aðgerðir gegn misrétti.
Námskeiðið fer fram í húsnæði Youth Square í Hong Kong og mun hópurinn sem er skipaður 200 manns frá öllum heiminum gista á glæsilegu Youth hosteli í sama húsi.

Þátttökugjald upp á 200 $ fellur á þátttakanda. Gisting í 5 nætur ásamt öllu fæði og ferðum á meðan á málþinginu stendur er innifalið.

ATH! Umsónarfrestur til alþjóðaráðs rennur út föstudaginn 23. ágúst.

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um að fá að senda viðkomandi einstaklinga utan.
Þegar farið er í gegnum umsóknir sem berast fyrir þátttöku á viðburðum erlendis á vegum alþjóðaráðs KFUM og KFUK á Íslandi eru nokkur atriði sem spila inn í valið á þátttakanda.

-Sú þekking sem af viðburðunum hlýst þarf að nýtast þeim einstaklingi sem það sækir og félaginu í heild.
-Einstaklingurinn þarf að vera virkur sjálfboðaliði og/eða starfsmaður innan félagsins, þekkja stefnu þess og starf og bera hag þess fyrir brjósti.
-Valið byggir að mestu leyti á þeirri umsókn sem umsækjendur skila inn. Gæði umsóknar og vandvirkni við vinnslu hennar skipta miklu máli.
-Reynt er að kynna sér einstaklinginn með því að spyrjast fyrir um hann.
-Þekking, reynsla eða sérstakur áhugi á því sem námskeiðið fjallar um er ávallt plús.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum hafið samband við Gylfa með tölvupósti á gylfi(hjá)hateigskirkja.is

Umsókn um þátttöku á námskeiðinu

[form utlond]