KSS Kristileg skólasamtökÁ Menningarnótt, laugardagskvöldið 24. ágúst mun KSS (Kristileg skólasamtök) standa fyrir opnum fundi í miðbæ Reykjavíkur. Fundurinn hefst kl. 20:30 og fer fram í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík, en salurinn er staðsettur á 2. hæð skólans.
Á dagskrá verður tónlist, skemmtiatriði og hugleiðing, en eftir fund verður síðan boðið upp á nýstárlegan ratleik um bæinn.

Við hvetjum alla til að mæta.