IMG_2829Sæludögum 2013 er lokið. Hátíðin hófst á fimmtudeginum og kunnu fjölmargir gestir að meta það og komu strax þann dag og henni lauk á mánudeginum. Að þessu sinni var þess minnst á laugardeginum að 90 ár eru liðin síðan fyrsti dvalarflokkurinn lagði af stað í Vatnaskóg með sérstakri hátíðarkvöldvöku en þar heiðraði frú Agnes M Sigurðardóttir biskup Íslands gesti Sæludaga með nærveru sinni, flutti ávarp, bæn og blessun. Óhætt er að segja að veðrið hafi sett sinn svip á hátíðina en norð- austan hvassviðri var nánast allan tíman. Um 1200 manns mættu á Sæludaga 2013 þetta árið.

Nú þegar Sæludögum er lokið þá finnst forsvarsmönnum hátíðarinnar rétt að líta yfir farinn veg vilja bjóða gestum Sæludaga að taka þátt í stuttri þjónustukönnun þótt nokkrir dagar séu liðnir fá hátíðinni. Hægt er að taka þátt HÉRNA.