Yfir 100 þátttakendur frá Íslandi eru þessa dagana á Evrópuhátíð KFUM í Praag. Hátíðarsvæðið opnaði í dag kl. 16 en aðeins 2 tímum síðar gerði úrhellisrigningu með tilheyrandi stormi og hefur því allri dagskrá í kvöld verið aflýst. Allir í íslenska hópnum eru komnir á öruggan stað, eru nú á leið á Hostelið (gististað) með sporvagni. Allir við hestaheilsu en pínulítið blautir. Gert er ráð fyrir að dagskrá morgundagsins verði eins og áður hafði verið auglýst. Með kveðju, fararstjórar í Praag.