Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur forstöðufólk deilda, starfsfólk innan starfsins og reynda leiðtoga innan félagsins að sækja um námskeið sem KFUM og KFUK á Íslandi heldur í september.

Nafn viðburðar: Supervision in Youth Work
Skipuleggjandi: KFUM og KFUK á Íslandi
Dagsetning: 31. ágúst – 6. september 2013
Staðsetning: Sumarbúðum KFUM og KFUK í Ölveri
Fjöldi fulltrúa frá KFUM og KFUK á Íslandi: 2
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: 50 evrur í þátttökugjald.
Aldurstakmörk: Eldri en 18 ára.
Nánari upplýsingar:
Á námskeiðinu verða um 20 þátttakendur frá KFUM og KFUK frá 9 Evrópulöndum. Upplýsingar um innihaldið á ensku:

We are very delighted to invite you to an exciting and useful training on Supervision in Youth Work, given by very experienced and skilful trainer and educator in the given field, Brian Belton.

Through this training we would like to support experienced youth workers in building effective and functioning support system for volunteers in their organisation.

Goals of the training:
• provide basic theoretical approach to providing supervision
• develop ability to engage and develop rapport
• develop communication skills, especially listening skills
• experience leading and receiving supervision
• train ability to encourage the supervisee to reflect and explore issues

Þátttökugjald upp á 50 € fellur á þátttakanda. Ferðakostnaður til og frá Ölveri ásamt fæði og gistingu er innifalið.

ATH! Umsónarfrestur rennur út þriðjudaginn 20. ágúst.

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um að fá að senda viðkomandi einstaklinga á námskeiðið.
Þegar farið er í gegnum umsóknir sem berast fyrir þátttöku á viðburðum erlendis á vegum Alþjóðaráðs KFUM og KFUK á Íslandi eru nokkur atriði sem spila inn í valið á þátttakanda.

-Sú þekking sem af viðburðunum hlýst þarf að nýtast þeim einstaklingi sem það sækir og félaginu í heild.
-Einstaklingurinn þarf að vera virkur sjálfboðaliði og/eða starfsmaður innan félagsins, þekkja stefnu þess og starf og bera hag þess fyrir brjósti.
-Valið byggir að mestu leyti á þeirri umsókn sem umsækjendur skila inn. Gæði umsóknar og vandvirkni við vinnslu hennar skipta miklu máli.
-Reynt er að kynna sér einstaklinginn með því að spyrjast fyrir um hann.
-Þekking, reynsla eða sérstakur áhugi á því sem námskeiðið fjallar um er ávallt plús.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum hafið samband við Birgi með tölvupósti á birgir(hjá)kfum.is

Umsókn um þátttöku á námskeiðinu

[form utlond]