Fjórða og jafnframt síðasta vika leikjanámskeiðanna leið hratt. Við vorum enn og aftur blessuð af nærveru frábærra krakka. Við fundum okkur margt að gera eins og að perla, byggja dómínó lengjur og spila. Að vanda fórum við í nokkrar ferðir eins og niður í Elliðarárdal og óvissuferð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Á föstudeginum var hátíð hjá okkur í kirkjunni þar sem við tókum á móti krökkunum af leikskólanum Álfaheiði og sýndum þeim leikritið um týnda sauðinn auk þess að syngja fyrir þau tvö lög. Á hátíðinni voru grillaðar pylsur, boðið upp á andlitsmálningu og fjör í hoppukastala. Eins og hin námskeiðin hófst hver dagur með morgunstund þar sem áhersla vikunnar var að börnin lærðu hve dýrmæt þau eru í augum Guðs og frábær sköpun hans.

Að vanda hvetjum við ykkur til að skoða myndirnar úr námskeiðinu sem lýsa atburðunum mun betur.