IMG_8634Þá er þriðja vika leikjanámskeiða í Hjallakirkju að baki. Við erum afar ánægð með þessa viku en í henni fórum við bæði í Nauthólsvík og Viðey. Bátsferðin þóttu börnunum afskaplega spennandi og gleðin því mikil með þá ferð þrátt fyrir töluverða úrkomu. Að öðru leiti af vikan heldur hefðbundin, hver dagur hófst á morgunstund, en þessa vikuna eiblíndum við á Jesú, hver hann hefði verið og hvað hann hafi sagt og gert. Stjörnukeppnin var mjög spennandi að þessu sinni og voru sigurvegararnir afskaplega ánægðir í lok vikunnar, enda búnir að leggja mikið á sig (stjörnur eru gefnar fyrir hegðun í ferðum, frágang eftir nesti og frágang í fataklefa).

 

Myndir af námskeiðinu má nálgast hér.