Veðrið hefur aldeilis leikið við okkur í þessari viku! Við höfum því mikið verið úti. Hópurinn er vel samsettur af duglegum krökkum sem eru til í að bregða á leik. Þrátt fyrir aðeins hafi verið um fjögurra daga viku að ræða var nóg um að vera: Við fórum í góða göngu í Kópavogsdalinn, heimsóttum Þjóðminjasafnið, gengum í Fossvogsdal, undirbjuggum atriði til að sýna leikskólabörnunum KFUM og KFUK á Vinagarði og héldum grillhátíð á Holtavegi þar sem var bíósýning og börnin fengu andlitsmálning. Þar að auki föndruðu börnin eldfjall sem gaus með miklum látum, fengu að sjá og snerta ekta Afríkumuni, skoða forláta skartgripi, útbúa perlumeistarastykki, byggja úr dominokubbum, lita að ógleymdum öllum söngnum. Á hverjum morgnum lærðu börnin svo aðeins meira um þann Guð sem elskar þau, skapaði þau á undursamlegan hátt og hefur áætlun með líf þeirra. En myndir segja meira en þúsund orð svo endilega kíkið hér.