Í fyrstu vikunni í leikjanámskeiðinu í Hjallakirkju var aldeilis góð stemning. Það var hress hópur krakka sem var á þessu námskeiði sem hafði mikinn áhuga á leikritagerð og útiveru. Hvert leikritið á fætur öðru leit dagsins ljós og endaði vikan með leikritaflutningi á Holtavegi fyrir börn af Vinagarði, leikskóla KFUM og KFUK.
Hver morgunn byrjaði á rólegu nótunum og þegar öll börn voru komin var sameiginleg morgunstund með miklum söng og Biblíufræðslu. Farið var í ýmsar ferðir og stóð þar Árbæjarsafnið og fjölskyldu- og húsdýragarðurinn upp úr. Einnig var mikið farið um umhverfið í Kópavogi og var þá vinsælt að hafa krítar meðferðis.
Myndir af námskeiðinu má nálgast hér.