IMG_7041

Nú eru sumarbúðirnar að fara í fullan gang og í þessari viku dvelja 243 börn í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum KFUM og KFUK. Alls munu rúmlega tvö þúsund börn taka þátt í sumarstarfi félagsins í Vatnaskógi, Vindáshlíð, Kaldárseli, Ölveri, Hólavatni og á leikjanámskeiðum í Hjallakirkju í Kópavogi og í KFUM og KFUK félagsheimilinu í Reykjanesbæ. Hægt er að fylgjast með fréttum og myndum af starfinu hér á heimasíðu en hver starfsstöð hefur sína fréttasíðu undir sínu nafni hér á vefsíðunni og jafnframt birtast allar fréttir sjálfkrafa inn á Fésbókarsíðu hverra sumarbúða.

Hér er listi yfir Fésbókarsíður sumarbúðanna en með því að velja “like” á síðunni má fylgjast með því þegar fréttir birtast úr starfinu.

Upplýsingar um komu og brottfaratíma má jafnframt finna hér á vefnum eða leita upplýsinga á þjónustumiðstöð í síma 5888899 virka daga 9-17.

Enn er hægt að skrá sig því laust er í nokkra flokka. Sjá nánar á skraning.kfum.is