Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga og aðra áhugasama innan félagsins að sækja um þátttöku í sumarkóla í Bandaríkjunum.
Nafn viðburðar: Sumarskóli UNAOC-EF
Skipuleggjandi: EF (Education First) og UNAOC (United Nations Alliance of Civilizations).
Dagsetning: 24. – 31. ágúst 2013
Staðsetning: Tarrytown, NY, Bandaríkjunum.
Fjöldi fulltrúa frá KFUM og KFUK á Íslandi: 1
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: Innifalið í þátttökunni er flug fram og til baka til New York, gisting, fæði og aðgangur að atburðum sumarskólans. Annar kostnaður fellur á þátttakendur.
Aldurstakmörk: 18 – 35 ára
Nánari upplýsingar:
Leitað er að umsækjendum sem hafa reynslu af leiðtogastörfum til að taka þátt í sumarskóla á vegum UNAOC og EF í Bandaríkjunum.
Þátttakendur í sumarskólanum verða 100 talsins á aldrinum 18-35 ára og koma þeir frá öllum heimshornum. Markmið skólans er að ræða um áskoranir alheimssamfélagsins. Dagskráin felur meðal annars í sér námskeið og vinnustofur þar sem rætt verður um friðaruppbyggingu, mannréttindi, málsvörn, frumkvöðlastarfsemi, samfélagslega fjölmiðla og margt fleira. Einnig verður farið í vettvangsferð í aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna á Manhattan.
Þátttakendum gefst einstakt tækifæri til að kynna KFUM og KFUK á Íslandi meðal annarra alþjóðasamtaka ásamt því að ferðast frítt til New York, byggja upp alþjóðatengsl og öðlast hæfni til að móta eigin framtíð og breyta heiminum.
Áhugasamir geta sótt um hér: http://www.unaocefsummerschool.org/summer-school/
ATH! Umsónarfrestur rennur út laugardaginn 15. júní 2013.
Umsækjendum verður tilkynnt hvort þeir hafi fengið umsóknina samþykkta þann 1. júlí n.k.
Athugið að umsækjendur senda inn umsókn beint til skipuleggjenda sumarskólans. Umsóknin fer því ekki í gegnum alþjóðaráð. Áhugasamir geta þó haft samband við Önnu Elísu í síma 849-9863 eða með því að senda póst á annae89@gmail.com ef óskað er eftir aðstoð við gerð umsóknarinnar og nánari upplýsingum.