WP_000361Fulltrúar Mennta- og menningarmálaráðuneytsins heimsóttu Vatnaskóg þann 5. júní. Voru það þeir Erlendur Kristjánsson deildarstjóri íþrótta- og æskulýðsdeildar og Óskar Þór Ármannsson sérfræðingur íþróttamála hjá ráðuneytinu sem kynntu sér aðstöðuna og einnig starfsemi Gauraflokks en Gauraflokkur hófst einmitt daginn áður gesti bar að. Fulltrúar ráðuneytsins kynntu sér þær framkvæmdir sem nú standa yfir á staðnum. Meðal þeirra eru ný tjaldstæði fyrir vestan malarvöllinn, viðgerð á vatnsbakkanum vegna landsbrots og að sjáfsögðu nýbyggingin þar sem hluti hússins verður tekin í nokun á næstu vikum. Þá kynnti Erlendur Egilsson einn af forstöðumönnum Gauraflokks gang mála í flokkum. Er óhætt að segja að þessi heimsókn var ánægjuleg í alla staða og forsvarmönnnum Vatnaskógar þykir vænt um þann áhuga sem fulltrúar ráðuneytsins sýna starfinu í Vatnaskógi með þessum hætti.