7661363716_0dda739cc9_oÁ morgun þriðjudag þann 4.júní hefst 1. flokkur sumarsins í Vatnaskógi. Er það Gauraflokkur sem er flokkur fyrir drengi 10 til 12 ára sem greindir hafa verið með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Er þetta í 7. sinn sem sumarbúðirnar í Vatnaskógi bjóða upp á Gauraflokk.

Forstöðumenn flokksins eru þau Erlendur Egilsson sálfræðingur og þau Elías Bjarnason og Hildur Björg Gunnarsdóttir. Það má með sanni segja að um nokkur tímamót sé að ræða en Hildur sem er læknanemi við Háskóla Íslands er fyrsta konan sem gegnir stöðu forstöðumanns í sumarflokkum Vatnaskógar.

Starfsmenn Gauraflokks munu mæta í Vatnaskóg í dag mánudag og vera með námskeið á staðnum tengt flokknum og undirbúa flokkinn. Þeir verða vel undirbúnir þegar þeir taka á móti drengjum á þriðjudagsmorgun í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg til að fara í fyrsta flokk Vatnaskógar sumarið 2013.

Sannarlega spennandi tíma framundan í Vatnaskógi.