Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi hvetur leiðtoga og aðra áhugasama til þess að sækja um þátttöku í námskeiði um stefnumál evrópskra ungmenna sem haldin verður í Berlín í lok júní. 

Skipuleggjandi: KFUM í Þýskalandi
Hvenær: 28. júní – 3. júlí 2013
Hvar: Berlín, Þýskalandi
Hvað:
 Hitta áhugavert fólk
 Deila væntingum og reynslu af Evrópu
 Heimsækja opinberar og óopinberar stofnanir
 Tala við upprennandi stjórnmálamenn
 Öðlast þekkingu um Evrópu – sögu hennar, stofnanir, samtök, leikmenn og stefnumál
Fyrir hverja: Launað starfsfólk og sjálfboðaliða 18 ára og eldri
Kostnaður: Þátttakendur greiða 30% af ferðakostnaði og 10.000 kr. í umsýslukostnað
Umsóknarfrestur: 7. júní
Nánar um námskeiðið: Á námskeiðinu munu þátttakendur ræða sameiginleg markmið í stefnumálum ungmenna auk þess sem þeim verður kennt að auka áhrif sín í ákvarðanatökuferlum í heimabyggð, á landsvísu og innan Evrópu. Þátttakendur á námskeiðinu fá einnig dýrmætt tækifæri til að þróa leiðtogahæfni sína.

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir allar umsóknir og velja úr. Umsækjendur verða látnir vita um niðurstöðuna um leið og hún liggur fyrir. Þegar alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi fer yfir umsóknir um þátttöku í viðburðum erlendis eru nokkur atriði sem hafa áhrif á val á þátttakanda:
o Hann þarf að vera virkur sjálfboðaliði og/eða starfsmaður innan félagsins.
o Hann þarf að þekkja stefnu og starf félagsins og bera hag þess fyrir brjósti.
o Sú þekking sem af viðburðinum hlýst þarf að nýtast þeim sem hann sækir og félaginu í heild.
o Valið byggir að mestu leyti á þeirri umsókn sem umsækjandi skilar inn. Gæði hennar og vandvirkni við vinnslu skipta því miklu máli.
o Alþjóðaráð reynir að afla sér upplýsinga um umsækjandann með því að spyrjast fyrir um hann.
o Þekking, reynsla eða sérstakur áhugi á því sem námskeiðið fjallar um er kostur.
Vinsamlegast fyllið út umsóknina hér að neðan.

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum skal hafa samband við Lellu með tölvupósti á lellagella@gmail.com.

 

Umsókn um þátttöku í námskeiðinu

[form althjodarad]