holtavegur_þb01 (2)

Átt þú góðar minningar af því að vera þátttakandi í starfi KFUM og KFUK? Langar þig til að búa til fleiri góðar minningar? Samfélagsráð KFUM og KFUK auglýsir eftir áhugasömu fólki til að koma að skipulagi fullorðinsstarfs KFUK og KFUM næsta vetur.  Nokkur verkefni eru í boði. Bæði hefðbundin verkefni á borð við starf í AD-nefndum og samkomunefnd. Einnig undirbúning og skipulagningu nýrra leiða til að hittast og eiga samfélag. Hreinn Pálsson hr1_93@hotmail.com og Þórunn Arnardóttir thorunnar@gmail.com sitja í samfélagsráði og munu halda utan um verkefnin. Ertu með?