Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga og aðra áhugasama innan félagsins að sækja um sjálfboðaliðastarf á YMCA Interpint Hostel í Vesterbro, Kaupmannahöfn.
Nafn Hostels: YMCA Interpoint Hostel in Copenhagen
Skipuleggjandi: Jeppe Tanderup Kristensen, Vesterbros KFUM og KFUK, the Interpoint Committee.
Dagsetning: 6. júlí – 24. ágúst 2013.
Staðsetning: Kaupmannahöfn, Danmörk.
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: Ferðakostnaður til og frá Kaupmannahöfn.
Aldurstakmörk: 16 ára og eldri.

Nánari upplýsingar:
Leitað er af sjálfboðaliða fyrir KFUM Interpoint Hostel.
KFUM Interpoint Hostel er ódýr og góð bakpokagisting, og hýsir allt að 36 gesti á hverri nóttu. Það er rekið af KFUM og KFUK á Vesterbro (Í miðbæ Kaupmannahafnar, Danmörku).
Þú getur valið að starfa í nokkra daga eða nokkrar vikur á tímabilinu 6. júlí til 24. ágúst 2013.
Sjálboðaliði vinnur á skrifstofunni, þrífur svefnherbergin, stofurnar og baðherbergin, þvær þvott, kaupir í matinn,og undirbýr hádegismat og kvöldverð fyrir starfsfólk. Unnið er eftir vaktaplani þar sem hægt er að koma með óskir um frítíma. Gist er í kynjaskiptum herbergjum, nokkrir saman.
Fyrir utan gistingu og mat færðu einnig vasapening. (250 DDK eða ~5300 ísl.kr. á viku).

ATH! Umsónarfrestur rennur út þriðjudaginn 28. maí.

Umsóknin þarf að vera skrifuð á ensku eða dönsku.
Sótt er um starfið hjá Jeppe Tanderup Kristensen í síma +45 2895 7233
eða netfangið: jeppe@ymca-interpoint.dk
Ef óskað er eftir nánari upplýsingum skal hafa samband við Gylfa Braga með tölvupósti á gylfi@hateigskirkja.is