Miðvikudaginn 15. maí var haldin uppskeruhátíð fyrir leiðtoga deildarstarfs KFUM og KFUK. Við hófum daginn á hvalaskoðun í boði Eldingar þar sem við sigldum út á Faxaflóann í fínu veðri og dásamlegum félagsskap. Eftir hvalaskoðun var haldið á Holtaveg í grillaðar pylsur, útileiki og spjall. Við sáum á þessari samverustund hversu mikill mannauðurinn er, allir þessir flottu og hæfileikaríku sjálfboðaliðar sem hafa svo mikið að gefa af sér til barnanna. Sjálfboðaliðarnir eru kjarni þessa starfs sem við vinnum. Án þeirra væri ógerlegt að halda úti jafn öflugu og vönduðu starfi sem raun ber vitni. 
Stjórn og starfsfólk KFUM og KFUK þakkar sjálfboðaliðum fyrir óeigingjarnt og frábært starf síðastliðinn vetur.
IMG_7586