Þriðjudaginn 14. maí verður allsherjar tiltektardagur í húsi KFUM og KFUK á Holtaveginum, og ætlum við að skrúbba allt hátt og lágt. Starfsfólk Þjónustumiðstöðvarinnar hvetur alla félagsmenn sem tök hafa á að mæta á Holtaveginn milli kl. 9 og 17 og taka til hendinni í góðum hópi.

Vonumst til að sjá sem flesta!