Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga og aðra áhugasama innan félagsins að sækja um námskeið sem haldið verður í Þýskalandi/Tékklandi í júlí/ágúst.

Nafn viðburðar: Mission possible 4
Skipuleggjandi: YMCA Europe og UNIFY.
Dagsetning: 28. júlí – 12. ágúst 2013.
Staðsetning: Prag, Tékklandi og München, Þýskalandi.
Fjöldi fulltrúa frá KFUM og KFUK á Íslandi: 1. Tveir fulltrúar frá KFUM og KFUK á Íslandi hafa þegar verið fengnir til að taka þátt í verkefninu.
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: Flug milli Íslands og München ásamt 400 €. Innifalið í því er gisting og fæði, þátttökugjald fyrir Prag-hátíðina og samgöngur frá og til München. Þar að auki fá sjálfboðaliðar í deilastarfi KFUM og KFUK sem taka þátt í Evrópuhátíðinni 25.000 kr. niðurgreiðslu frá félaginu.
Aldurstakmörk: 18 – 27 ára.
Nánari upplýsingar:
Verkefnið er unnið í samvinnu við Evrópuhátíð KFUM í Prag. Markmiðið er að mynda hóp af ungu fólki sem hefur það verkefni að vitna um Jesú Krist og efla þátt trúarinnar á hátíðinni sjálfri. Þátttakendur taka fyrst þátt í þjálfun og undirbúningi í Þýskalandi 28. júlí – 3. ágúst. Þaðan verður farið til Prag þar sem þátttakendur taka þátt í ýmsum verkefnum og viðburðum sem tengjast því að breiða út boðskap Jesú. Þegar Evrópuhátíðinni lýkur, þann 10. ágúst, er svo farið aftur til Þýskalands þar sem verkefnið verður metið og því lokið formlega. Sérstaklega er verið að leita að einstaklingum sem hafa áhuga á að vitna um Jesú Krist og boða kristna trú.

ATH! Umsónarfrestur rennur út föstudaginn 17. maí.

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um þátttöku í verkefninu fyrir viðkomandi.
Þegar Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi fer í gegnum umsóknir vegna þátttöku í viðburðum erlendis eru nokkur atriði sem hafa áhrif á val þátttakanda:
– Hann þarf að vera virkur sjálfboðaliði og/eða starfsmaður innan félagsins, þekkja stefnu þess og starf og bera hag þess fyrir brjósti.
– Sú þekking sem af viðburðunum hlýst þarf að nýtast þeim sem hann sækir og félaginu í heild.
– Valið byggir að mestu leyti á þeirri umsókn sem umsækjendur skila inn. Gæði umsóknar og vandvirkni við vinnslu hennar skipta miklu máli.
– Alþjóðaráð reynir að afla sér upplýsinga um umsækjandann með því að spyrjast fyrir um hann.
– Þekking, reynsla eða sérstakur áhugi á því sem námskeiðið fjallar um er ávallt kostur

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum skal hafa samband við Önnu Elísu með tölvupósti á annae89@gmail.com

Umsókn um þátttöku í ráðstefnunni

[form utlond]