Laugardaginn 11. maí gefst félagsmönnum og foreldrum barna tækifæri á að koma í leikskólann og skoða afrakstur vetrarins hjá leikskólabörnunum á Vinagarði og kynna sér leikskólann og starfsemi hans. Húsið verður opið frá 11:00 til 13:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.