Námskeiðið Kristið líf og vitnisburður  sem sérstaklega er ætlað unga fólkinu verður haldið í Herkastalanum, Kirkjustræti 2, nú í maí.

Kennt verður þriðjudaginn 21. maí, fimmtudaginn 23. maí, kl. 20-21:30 og laugardaginn 25. maí, kl. 13-14:30.
Þetta námskeið er sniðið fyrir þá sem vilja taka þátt í undirbúningi fyrir HÁTÍÐ VONAR sem haldin verður í haust.
Áherslan á námskeiðinu er að efla trúarlíf hvers og eins og hjálpa fólki að tala við aðra um trú sína.
Námskeiðið er fyrir ungt fólk í kirkjum landsins og kostar ekkert!

Við hvetjum alla þá sem taka vilja þátt í hátíðinni að nýta sér þetta tækifæri.