Holtavegur 28 í Reykjavík

Æskulýðsstarfi KFUM og KFUK á Íslandi er haldið uppi af sjálfboðaliðum og í vetur voru rúmlega eitt hundrað sjálfboðaliðar sem buðu upp á metnaðarfullt og gefandi æskulýðsstarf í fleiri en þrjátíu deildum víðsvegar um landið. Við erum stolt af okkar vösku leiðtogum og viljum sýna þeim þakklæti félagsins með því að bjóða þeim á uppskeruhátíð miðvikudaginn 15. maí kl. 16.30-21.30. Dagskráin verður fjölbreytt og spennandi og vonandi að sem flestir leiðtogar, 16 ára og eldri sem tekið hafa virkan þátt í vetur taki daginn frá og skrái sig til leiks. Frekari upplýsingar og skráning hjá Petru Eiríksdóttur æskulýðsfulltrúa í síma 5888899 eða á netfangið petra(hjá)kfum.is.