Sólarhringur í  bæn er atburður sem Hátíð vonar stendur fyrir og verður 8. – 9. maí.  Atburðurinn verður haldinn í Friðrikskapellu og fólk getur komið hvenær sem er farið hvenær sem það vill.  Bænin byrjar kl. 6:00 að morgni 8. maí og lýkur kl 6:00 að morgni þann 9. maí.

Atburðurinn er einn liður af mörgum með það að markmiði að sameina kristið fólk í bæn fyrir landi og þjóð og sérstaklega fyrir Hátíð vonar í haust og öllum þeim undirbúningi sem er í gangi á vegum kirkna landsins í undibúningi og eftirfylgd eftir hátíðina.

Dagskráin inniheldur bæn, lofgjörð, söng, stuttar hugvekjur og fleira sem fólki dettur í hug að efli bænalíf og samfélagið.

Við hvetjum félagsfólk til að taka þátt í Sólarhring í bæn.