Þriðjudaginn 30. apríl verður afmælisfundur KFUK haldinn að Holtavegi 28 kl. 20:00, en þá verða liðin 114 ár síðan KFUK var stofnað af sr. Friðriki Friðrikssyni.

Laufey Geirlaugsdóttir syngur einsöng við undirleik Ástu Haraldsdóttur. Sýnd verður myndasýning frá liðnum vetri og boðið verður upp á nýstárlegt bingó á léttum nótum. Ragnhildur Ásgeirsdóttir flytur hugleiðingu og er stjórnun fundarins í höndum Þóru Bjargar Sigurðardóttur.

Eftir fundinn verður síðan boðið upp á afmælishátíðarkaffi á 1.000 kr.